Impra auglýsir styrki fyrir einstaklinga og fyrirtæki á landsbyggðinni

Impra er miðstöð upplýsinga og leiðsagnar fyrir frumkvöðla og lítil fyrirtæki. Impra er deild innan NMÍ sem er með skrifstofur í Reykjavík, á Akureyri, á Ísafirði, á Höfn í Hornafirði og í Vestmannaeyjum. Impra veitir öllum frumkvöðlum og litlum og meðalstórum fyrirtækjum á Íslandi leiðsögn, sama í hvaða atvinnugrein þau starfa, hvort heldur á sviði iðnaðar, sjávarútvegs, þjónustu eða annarra greina íslensks atvinnulífs.

 

Um þrjár gerðir styrkja er að ræða:

Framtak: Styrkupphæð allt að 3.000.000 kr.
Styrkir til þróunar á þjónustu eða vöru í starfandi fyrirtækjum

Skrefi framar: Styrkupphæð allt að 600.000 kr.
Styrkur til að kaupa á ráðgjöf til nýsköpunar og umbóta í rekstri

Frumkvöðlastuðningur: Styrkupphæð allt að 600.000 kr.
Styrkir til að þró viðskiptahugmyndir frumkvöðla


Umsóknir um styrki eru afgreiddar mánaðarlega.
Næsti umsóknarfrestur er 15. maí 2008


Frekari upplýsingar og umsóknarblöð á www.impra.is og hjá Sigurði Steingrímssyni, síma 470 7972, sigurdur@nmi.is og Guðmundi Óla Hilmissyni, síma 470 7977, goh@mni.is