Iðnaðarráðherra opnar heimasíðu siglingakeppninnar

Eins og áður hefur verið sagt frá hér á heimasíðunni, heimsótti Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra, Fjallabyggð sl. föstudag. Í ferð hans um Fjallabyggð skoðaði hann m.a göngin og heimsótti ýmis fyrirtæki í Ólafsfirði og á Siglufirði. Á leiðinni til Siglufjarðar var farið yfir Skarðið undir leiðsögn Hannesar Baldvinssonar.

Að loknum löngum degi var iðnaðarráðherra boðið til hátíðarkvöldverðar í Bátahúsinu.
Fyrir kvöldverðin opnaði hann formlega heimasíðuna http://www.icesun.is/ sem er opinber heimasíða alþjóðlegu siglingakeppninnar sem stefnt er að á næsta ári og Sigmar Hauksson hefur verið að vinna að.