IcelandTravelTech 2020 Áhugaverð stafræn ráðstefna fyrir alla í ferðabransanum á Íslandi

Mynd: Iceland travel tech
Mynd: Iceland travel tech

Íslenski ferðaklasinn og Ferðamálastofa vilja vekja athygli á ráðstefnuni Iceland Travel Tech sem fram fer í annað sinn á morgun í stafrænum heimi. Iceland Travel Tech er sameiginlegt verkefni Ferðamálastofu og Íslenska ferðaklasans sem miðar að því að auka áherslu á tækni í íslenskri ferðaþjónustu.


Hvernig sækjum við fram í breyttum heimi?
Þema ráðstefnunnar í ár er: Hvernig sækjum við fram í breyttum heimi? (How to move forward) þar sem tækni í hótelgeiranum og tækni til almennra framfara í fyrirtækjarekstri ferðaþjónustunnar verða í forgrunni.

Öflugir fyrirlesarar
Tveir aðalfyrirlesarar ráðstefnunnar verða Paul Papadimitriou stofnandi Intelligencr, London og Signe Jungersted framkvæmdastjóri Group NAO í Danmörku. Innlendir fyrirlesarar eru heldur ekki af lakara tagi eins og dagskráin ber með sér:

Markaðsmál til sóknar – Spilum til að vinna:
Ósk Heiða Sveinsdóttir forstöðumaður markaðsdeildar Póstsins

Spjallmenni (e.Chatbots) – Leynast tækifæri
Sigurður Svansson einn af stofnendum stafrænu auglýsingastofunnar SAHARA

Verðlagning á nýjum tímum
Margrét Polly Hansen eigandi og ráðgjafi hjá Hótelráðgjöf .

Nú ef ég ætti hótel í dag – Innleiðum réttu lausnirnar 
Steinar Atli vörustjóri á ferðalausnasviði Origo

Er hægt að flýta nýsköpun í ferðaþjónustu?
Bárður Örn Gunnarsson hjá Svartitindi og LAVA Centre, ráðgjafi í nýsköpun og markaðsmálum

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra opnar ráðstefnuna og dagskráin endar á umræðupallborði.

Skráning
Ráðstefnan fer fram eingöngu á stafrænu formi þetta árið og er ókeypis. En nauðsynlegt er að skrá sig til þess að fá upplýsingar um dagskrá og erindin.

Skráning