Íbúaþing í undirbúningi

Glöggir íbúar hafa ef til vill tekið eftir því að búið var að setja íbúaþing inn á viðburðadagatal Fjallabyggðar. Fyrirhugað var að halda þingið þann 25. þessa mánaðar, en nú hefur verið ákveðið að fresta þinginu. Endanleg dagsetningin liggur ekki fyrir, en mun verða auglýst ásamt dagskrá á næstu dögum.