Íbúaskrá frá 1. desember

Vakin er athygli á að tilkynningar um breytingar á lögheimili þurfa að berast eigi síðar en miðvikudaginn 7. desember svo unnt sé að tryggja að einstaklingar séu rétt skráðir í íbúaskrá miðað við 1. desember þessa árs. Breytingu á lögheimili skal tilkynna til Þjóðskrár Íslands með netskilum innan 7 daga frá flutningi eða til skrifstofu þess sveitarfélags sem flutt er til.  Eyðublöð vegna flutningstilkynninga er að finna á slóðinni http://skra.is/pages/1017 .