Íbúar Fjallabyggðar

Vegna jarðskjálftanna undanfarna daga vill Almannavarnanefnd benda íbúum Fjallabyggðar á að upplýsingar

um viðbrögð er að finna í Símaskránni  bls. 14-21 og einnig á heimasíðu Almannadeildar Ríkislögreglustjóra, www.almannavarnir.is og á netfang: almannavarnir@rls.is

Fyrir hönd Almannavarnanefndar

Ámundi Gunnarsson slökkviliðstóri,babusiglo@simnet.is s: 847-7825

Ingvar Erlingsson vettvangsstjóri á Siglufirði, ingvar_e@simnet.is s:899-9085

Ármann Viðar Sigurðsson vettvangsstjóri Fjallabyggð, armann@fjallabyggd.is  s:864-1491

Þormóður Sigurðsson varaslökkviliðsstjóri Ólafsfirði, modi@simnet.is  s:864-0898

Kristján Hauksson vettvangsstjóri Ólafsfirði, krihau@simnet.is   s:892-0774

Sigurður Valur Ásbjarnarson bæjarstjóri sigurdur@fjallabyggd.is s: 894-5622

Hægt er að hafa samand við ofangreinda aðila og munu þeir aðstoða og leiðbeina íbúum eftir bestu getu.

Einnig bendum við á frétt á vef Veðurstofu Íslands um að jarðskjálftahrinan í Eyjafjarðarál haldi áfram:

http://www.vedur.is/um-vi/frettir/nr/2557

Jarðskjálftahrinan í Eyjafjarðarál heldur áfram

23.10.2012

Jarðskjálftahrinan sem hófst á laugardag syðst í Eyjafjarðarál heldur áfram. Mánudaginn 22. október, mældust allnokkrir skjálftar á tímabilinu frá kl. 1:00 til 8:00 á svæði nokkru suðaustan við þann stað þar sem meginhrinan og 5,6 skjálftinn voru staðsett. Þeir voru því heldur nær Húsavíkur-Flateyjarmisgenginu. Stærstu skjálftarnir þar, um 3,9 að stærð, urðu klukkan 5:25 og 5:32. Í gærkvöld (22. október) kl. 21:16 varð skjálfti af stærðinni 3,5 og í morgun (23. október) klukkan 5:27 mældist skjálfti af stærðinni 4,0 á svæðinu þar sem meginvirknin hefur verið og færðist hún því aftur til vesturs. Skjálftarnir eru hefðbundnir brotaskjálftar á flekaskilum og engin merki sjáanleg um eldvirkni.

Úrvinnsla 5,6 skjálftans sýnir að um siggengisskjálfta er að ræða, sem er einkennandi fyrir sigdal eins og Eyjafjarðarál, en á Húsavíkur-Flateyjarmisgenginu má búast við misgengishreyfingum. Hvorki er hægt að segja fyrir um hve skjálftahrinan vari lengi né útiloka að skjálftar stærri en 4 eigi eftir að verða.

Þessi hrina er við vesturenda Húsavíkur-Flateyjarmisgengisins og ekki er útilokað að hrinan hafi áhrif á spennu umhverfis misgengið. Gliðnunin sem varð samfara Kröflueldum 1975-1984 varð til þess að spenna minnkaði á Húsavíkur-Flateyjarmisgenginu. Síðan þá hefur spenna verið að hlaðast upp. Jarðskorpumælingar (GPS) á síðustu árum benda til þess að nægileg spenna sé til staðar fyrir skjálfta af stærðinni um 6,8 (Metzger o.fl., 2011). Stærstu skjálftar sem vitað er um á Húsavíkur-Flateyjarmisgenginu eru um 7 stig eins og skjálftarnir sem urðu 1755 og 1872.