Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð boða til almenns borgarafundar um málefni Menntaskólans á Tröllaskaga
Dagskrá:
- Sameining við MA og Framhaldsskólann á Húsavík
- Samvinna framhaldsskóla á Eyjafjarðarsvæðinu
Framsögumaður er Illugi Gunnarsson mennta– og menningarmálaráðherra.
Fundurinn verður haldinn í Menningarhúsinu Tjarnarborg Ólafsfirði fimmtudaginn 28. maí nk. kl. 19:30.
Íbúar eru hvattir til að mæta og hlusta á málflutning ráðherra og jafnframt koma skoðunum sínum á framfæri.
Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri Fjallabyggðar.
Bjarni Th. Bjarnason sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar