Íbúafundur - Hönnun miðbæjar Siglufjarðar

Miðvikudaginn 15. september sl. stóð Fjallabyggð fyrir opnum íbúafundi í Ráðhúsi. Fjölmenni mætti til fundarins. Á fundinum voru kynnt drög að hönnun miðbæjar Siglufjarðar byggð á deiliskipulagi sem samþykkt var af bæjarstjórn Fjallabyggðar síðla árs 2017. Elías Pétursson, bæjarstjóri Fjallabyggðar stýrði fundi og fór fulltrúi hönnuðar, Aðalheiður E. Kristjánsdóttir landslagsarkitekt hjá Landmótun ítarlega yfir alla helstu þætti hönnunar og útlits.

Gögn fundarins ásamt upptöku af erindi bæjarstjóra má nálgast hér fyrir neðan:

Upptaka af erindi bæjarstjóra.
Minnispunktar  - Hugmynd_Frumdrög.
Siglufjörður miðbær - Yfiirborðsfrágangur (PDF 6.29 MB)
Siglufjörður miðbær - Yfiirborðsfrágangur með loftmynd (PDF 6.87  MB) 

Íbúum gefst kostur á að skila inn athugasemdum og ábendingum vegna frumhönnunar miðbæjar Siglufjarðar á netfangið fjallabyggd@fjallabyggd.is, athugasemdir skulu berast fyrir 2. október 2021.