Í tilefni af vígslu

Veglegt kaffiboð bæjarstjórnar Fjallabyggðar og Vegagerðarinnar í tilefni af vígslu Héðinsfjarðarganga hefst í Íþróttahöllinni í Ólafsfirði kl. 16:00 á morgun laugardaginn 2. október. Þar verða m.a. flutt tónlistaratriði og allnokkur ávörp gesta.  Búist er við fjölda fólks í kaffiboðið.  Ákveðið hefur verið að sýna barnaefni í Félagsheimilinu Tjarnarborg Ólafsfirði á sama tíma, þ.e. frá kl. 16:00 á morgun, á meðan borðhald stendur yfir í Íþróttahöllinni.  Barnafólk getur því valið um að vera við borðhaldið og hlýða á það sem þar fer fram, eða horfa á barnaefni í Tjarnarborg með léttar veitingar við hæfi barna. Skipulagsnefndin.