Í kjölfar óveðurs dagana 10. - 12. desember; söfnun upplýsinga um tjón. Frestur til að senda inn upplýsingar til Fjallabyggðar er fram til 27. janúar nk.

Í kjölfar óveðursins sem gekk yfir dagana 10. – 12. desember sl. fer sveitarfélagið þess á leit við bæði íbúa og fyrirtæki Fjallabyggðar sem telja sig hafa orðið fyrir tjóni af völdum veðurofsans eða vegna rafmagnsleysisins að senda upplýsingar um það á netfangið fjallabyggð@fjallabyggd.is

Frestur til að skila inn upplýsingum er til og með 27. janúar nk. 

Umbeðnar upplýsingar verða nýttar í greinargerð til átakshóp fimm ráðuneyta og til að gera viðbragðsáætlun fyrir óveður.

Bæjarstjórn.