Hver er framtíð Náttúrugripasafnsins í Fjallabyggð?

Opinn fundur um framtíð Náttúrugripasafnsins í Ólafsfirði verður haldinn fimmtudaginn 5. maí kl. 17.30 í Tjarnarborg. Menningarfulltrúi mun fara yfir stöðuna í dag og kynna nýjar framtíðarhugmyndir. Náttúruunnendur á Siglufirði og Ólafsfirði, fuglaáhugafólk og allir þeir sem láta sig safnamál varða í sveitarfélaginu eru hvattir til að mæta.

Menningarfulltrúi Fjallabyggðar