Hvað ef Ólafsfjörður væri í Sierra Leóne?

Í dag munu götukynnar Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) heimsækja Ólafsfjörð og bjóða heimamönnum að gerast „heimsforeldrar“ eða styrktaraðilar UNICEF. Heimsforeldrar eru hópur einstaklinga sem styrkja starf UNICEF til hjálpar börnum í þróunarlöndunum með mánaðarlegu framlagi og eru íslenskir heimsforeldrar hvorki fleiri né færri en 14 þúsund.
Til að gera fólki kleift að átta sig betur á aðstæðum fólks í ríkjum þar sem kjör gerast hvað verst hafa verið teknar saman upplýsingar um aðstæður fólks – og þá sérstaklega barna – í Vestur-Afríkuríkinu Síerra Leóne og þær yfirfærðar á Ólafsfjörð. Með öðrum orðum er spurt: „Hvað ef Ólafsfjörður væri í Síerra Leóne“; Hvað væru þá margir læsir í bænum? Hve margir hefðu tryggan að gagn að vatni?, Hve margir bæjarbúar væru smitaðir af HIV/alnæmi? og hve mörg börn yngri en fimm ára væru með malaríu?
Þess má geta að á lífsgæðalista Sameinuðu þjóðanna er Ísland í efsta sæti og Síerra Leóne í því neðsta. Er óhætt að segja að útkoman sé sláandi.