Hvað á gatan að heita?

Fjallabyggð óskar eftir tillögum að nafni á nýja íbúðargötu á malarvellinum á Siglufirði. Skipulags- og umhverfisnefnd mun fjalla um tillögurnar í byrjun janúar. Skipulags- og umhverfisnefnd áskilur sér rétt til að hafna öllum tillögum.

Hugmyndasöfnunin er rafræn á samrásvef Fjallabyggðar undir Betra Ísland á eftirfarandi slóð: https://www.betraisland.is/

Þú einfaldlega styður við hnappinn „Mín tillaga“ og sendir inn. Einnig er hægt að velja þær tillögur sem þegar hafa borist og höfða mest til þín með því að ýta á hjartað undir tillögunni.

Öllum er frjálst að senda inn tillögur.