Húsið að Kirkjuvegi 4 rifið með vorinu

Húsið að Kirkjuvegi 4
Húsið að Kirkjuvegi 4

Á fundi bæjarráðs í gær, þriðjudaginn 15. desember, var til umfjöllunar niðurrif á húsinu við Kirkjuveg 4 Ólafsfirði en Sólrún Júlíusdóttir hafði lagt fram fyrirspurn um þetta mál á fundi bæjarráðs þann 8. desember sl. Á fundinum í gær kom fram í svari bæjarstjóra við fyrirspurn Sólrúnar að húsið yrði rifið næsta vor þegar snjóa leysir. Deildarstjóra tæknideildar var falið að gera ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir foktjón á húsinu þangað til það verður rifið.