Húlladúllan í Fjallabyggð

Húlladúlla
Húlladúlla

Húlladúllan (Unnur María Bergsveinsdóttir) elskar að húlla! Hún skemmtir á stærri sem smærri viðburðum, kennir stórum sem smáum að húlla og gerir frábæra húllahringi.
Húlladúllan verður á túninu við Alþýðuhúsið á Siglufirði frá klukkan 17:00 – 19:00 þriðjudaginn 26. júlí og við íþróttamiðstöðina í Ólafsfirði frá klukkan 17:00 – 19:00 miðvikudaginn 27. júlí 

Húlladúllan hefur með sér heila hrúgu af húllahringjum. Hún verður með litla krakkahringi, hringi fyrir fullorðna og nokkra risahringi fyrir sérstaklega hávaxna byrjendur. Þið mætið og grípið hring og Húlladúllan gengur á milli og leiðbeinir þáttakendum út frá ykkar getustigi. 

Húllafjörið og kennslan er ókeypis en þáttakendur eru hvattir til að leggja nokkra aura í söfnunarkrukkuna svo Húlladúllan geti sett bensín á bílinn og haldið áfram að slá upp húllafjöri.
Húlladúllan gerir frábæra húllahringi og þeir sem vilja eignast góðan hring geta keypt hjá henni tilbúinn hring eða pantað hjá henni hring við hæfi.
Það geta allir lært að húlla og það er ótrúlega gaman! Komið og prófið og skemmtum okkur saman!

Nánari upplýsingar á Facebókarsíðu Húlludúllu