Hugmyndasamkeppni um atvinnutækifæri og fjölgun starfa.

Fyrir bæjarráði Siglufjarðar liggja nú tillögur að hugmyndasamkeppni um atvinnutækifæri og fjölgun starfa í bænum. Bæjarstjóra hefur verið falið að útfæra tillögurnar nánar og er gert ráð fyrir því að innan skamms verði hugmyndasamkeppnin auglýst.