Hugmynd um prentminjasafn.

Að frumkvæði Sigurjóns Sæmundssonar, fyrrverandi prentsmiðjustjóra, hefur vaknað hugmynd um að setja á fót prentminjasafn á Siglufirði. Sigurjón á mikið af gömlum munum er tengjast prentiðnaði á Íslandi og hefur m.a. aldrei hent neinu af gömlum vélbúnaði og hlutum tengdum prentiðninni, þó endurnýjun vegna tækniþróunar hafi verið ör í gegn um tíðina hjá Siglufjarðarprentsmiðju.Sótt hefur verið um lóðir undir safnið og var samþykkt í bæjarráði Siglufjarðar í gær að leigja Sigurjóni tvær lóðir fyrir safnið.