Hrói Höttur í Ólafsfirði sunnudag.

Leikhópurinn Lotta verður með sýningu í Ólafsfirði á sunnudaginn
Leikhópurinn Lotta verður með sýningu í Ólafsfirði á sunnudaginn
Leikhópurinn Lotta ferðast um landið í sumar með glænýja sýningu um Hróa Hött. Á sunnudaginn kl. 17:00 verða þau með sýningu við tjörnina Ólafsfirði.
Þar taka þau Hrói höttur og Þyrnirós á móti þér og vísa þér veginn inn í Ævintýraskóginn þar sem sýningin fer fram.
Ekki þarf að panta miða fyrirfram heldur er nóg að mæta bara. Við biðjum fólk þó að vera tímanlega og hvetjum fólk til að greiða með peningum þar sem posavélarnar okkar ná oft litlu sambandi og getur það tafið fyrir afgreiðslu. Miðaverð er 1.900 krónur.
Mundu að klæða þig vel því það getur verið kalt að sitja á rassinum í klukkutíma. Svo er nauðsynlegt að hafa með sér myndavél því eftir sýningu fá allir litlir áhorfendur að knúsa uppáhalds ævintýrapersónurnar sínar.