Hreyfivika UMFÍ hefst í dag

Líkt og greint var frá hér á heimasíðunni á föstudaginn er fjölbreytt dagskrá í boði í Fjallabyggð alla vikuna í tengslum við Hreyfiviku UMFÍ. Í dag mánudaginn 21. september er dagskrá fyrir eldri borgara. Sundleikfimi hófst kl. 09:30 í sundlaug Siglufjarðar og kl. 10:30 er hægt að spila billjard á 2. hæð Skálarhlíðar.

Í dag kl. 17:00 er ganga frá íþróttahúsinu Ólafsfirði en þar er starfræktur gönguhópurinn GÆS (Get-ætla-skal). Eru allir velkomnir. Kl. 18:00 er opinn tími í blaki í íþróttahúsinu Siglufirði og þar eru karlmenn boðnir sérstaklega velkomnir í prufutíma hjá Hyrnumönnum.

KF verður með opnar æfingar í dag sem hér segir:
Kl. 14:30-15:30 5.-7.bekkur KK og KVK Óló (sparkvöllur/æfingarsvæði). Þjálfari Nonni
Kl. 15:00-16:00 1.-4.bekkur Sigló (íþróttahúsið). Þjálfari Óskar og Guðmundur Árni
Kl. 16:00-17:00 Leikskólahópur Sigló (íþróttahúsið). Þjálfari Óskar og Guðmundur Árni
Kl. 16:00-17:00 1.-4.bekkur + Leikskólahópur Óló (íþróttahúsið). Þjálfari Nonni og Viktor Freyr
Iðkendur eru hvattir til að bjóða með sér vinum.

Svo er rétt að vekja athygli á því að frítt er í sund og eru íbúar hvattir til að taka þátt í sundkeppni sveitarfélaganna.

Einnig er vakin athygli á því að á bókasafninu er hægt að fá lánaðar bækur um hreyfingu og mataræði.

Það er UÍF sem skipuleggur Hreyfivikuna í Fjallabyggð í samstarfi við aðildarfélög og stofnanir Fjallabyggðar.