Hreyfivika í Fjallabyggð

Mánudaginn 29. maí n.k. hefst hreyfivika UMFÍ  Hreyfivika UMFÍ er árleg lýðheilsuherferð og hefur það að markmiði að kynna kosti þess að taka þátt í hreyfingu og íþróttum. UMFÍ vill að allir landsmenn finni sína uppáhalds hreyfingu. Börn eiga að hreyfa sig að lágmarki 60 mínútur daglega og fullorðnir í 30 mínútur. 

Einn liður í Hreyfiviku UMFÍ er sundkeppni á milli sveitarfélaga. Hugmynd keppninnar er komin frá Fjallabyggð árið 2015, en íþróttafulltrúi Fjallabyggðar hafði þá samband við íþróttafulltrúa Norðurþings. Sveitarfélögin ætluðu í upphafi að keppa eingöngu sín á milli en með stuttum fyrirvara var haft samband við landsfulltrúa UMFÍ. Með sameiginlegu átaki varð úr að 28 sveitarfélög skráðu sig til leiks árið 2015 og 38 sveitarfélög árið 2016. Hver verður fjöldinn í ár? 

Myllumerki hreyfivikunnar:

#minhreyfing

#NowWeMOVE

@NowWeMove