Hreinsun við Óskarsbryggju

Hreinsun við Óskarsbryggju.

Í samvinnu við Landhelgisgæsluna var farið í að hreinsa upp gömul dekk sem farið hafa í sjóinn við Óskarsbryggju á Siglufirði. Tveir kafarar Gæslunnar hreinsuðu upp um 40 dekk sem í áranna rás hafa trosnað við bryggjuna, losnað og sokkið til botns.

Fjallabyggð þakkar Landhelgisgæslunni kærlega fyrir þetta þrekvirki.