Horft til framtíðar

Um 40 manns mættu á íbúaþing sem haldið var í dag og ræddu málefni samfélagsins og sveitarfélagsins.

Þótt þátttaka á íbúaþinginu hafi verið nokkuð undir væntingum voru umræðurnar frjóar og gagnlegar. Starfsmenn Fjallabyggðar munu á næstu dögum vinna úr því mikla magni upplýsinga sem varð til á þinginu og niðurstöðurnar verða birtar hér á vefnum að því loknu. Tekið verður mið af niðurstöðum þingsins í ýmsum ákvörðunum sem teknar verða á næstunni og ætlunin er að nota upplýsingarnar í vinnu við mótun atvinnustefnu Fjallabyggðar o.fl.

Fjallabyggð þakkar þeim sem tóku þátt í þinginu í dag fyrir þeirra framlag.