Hollvinir Hólsdalsins

Kynningarfundur um stofnun félags til verndar Hólsdalnum og endurbóta á umhverfi Hólsárverður haldinn í fundarsal Bátahússins laugardaginn 12. febrúar kl. 13. Hvernig getum við bætt og fegrað dalinn svo hann nýtist sem flestum? Þetta mál snertir golfara, hestamenn, knattspyrnufólk, stangveiðimenn, göngufólk, skógræktarfólk og skíðamenn. Kynning á gömlum skipulagsteikningum og umræður.Allir áhugamenn og hagsmunaaðilar hvattir til að mæta!Undirbúningsnefnd.