Hollenskur rithöfundur með kynningu á bókasafninu

Marjolijn Hof. (mynd: http://www.marjolijnhof.nl/)
Marjolijn Hof. (mynd: http://www.marjolijnhof.nl/)
Á morgun, miðvikudaginn 22. október, kl. 17:00 mun hollenski rithöfundurinn Marjolijn Hof kynna nýjustu bók sína sem gerist í bæ á Norðurlandi (Siglufirði). 
Marjolijn dvaldi í Herhúsinu árið 2010 og þar vann hún að bókinni. DE REGELS VAN DRIE. Sagan hefur hlotið virt verðlaun í heimalandi höfundar.
Börn úr 5. bekk, Grunnskóla Fjallabyggðar lesa úr bókinni MINNI LÍKUR, MEIRI VON eftir Marjolijn. Einnig verður sagt frá samstarfsverkefni 5. bekkjar og hollenskra nemenda.
Allir hjartanlega velkomnir. Heitt á könnunni

Nánar um höfundinn á heimasíðunni hennar.