Högni Egilsson - Tónleikar í Siglufjarðarkirkju laugardaginn 27. júlí kl. 20:00

Högni Egilsson verður með tónleika í Siglufjarðarkirkju laugardaginn 27. júlí kl. 20:00.

Högni er einn af eftirlætislistamönnum þjóðarinnar og hefur sett mark sitt á tónlistarlíf Íslands í yfir áratug. Hann hefur samið fjölda þekktra laga sem ratað hafa víðs vegar bæði út fyrir landsteinanna og hér heima, hvort sem það er í útvarp eða sjónvarp. Tónleikarnir eru hluti af tónleikaferðalagi hans um landið.

Tónleikagestir mega búast við einstakri tónlistarveislu á Trilludögum í Siglufjarðarkirkju laugardaginn 27. júlí kl. 20:00.

Aðgangur ókeypis - allir velkomnir !