Hjónin Baldvin Júlíusson og Margrét Sveinbergsdóttir færðu Fjallabyggð málverk eftir Sigurjón Jóhannsson

Hjónin Baldvin Júlíusson og Margrét Sveinbergsdóttir
Hjónin Baldvin Júlíusson og Margrét Sveinbergsdóttir

Hjónin Baldvin Júlíusson og Margrét Sveinbergsdóttir færðu Fjallabyggð að gjöf, málverk eftir listmálarann Sigurjón Jóhannsson. Myndina málaði Sigurjón árið 1988 og er hún af dreng að "spranga" í Siglufjarðarhöfn. 
Verkið verður skráð í Listaverkasafn Fjallabyggðar og aðgengilegt til sýnis á vef safnsins.

Baldvin og Margrét flytja nú frá Siglufirði til Reykjavíkur.

Ríkey Sigurbjörnsdóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda- og menningarmála og Linda Lea Bogadóttir markaðs- og menningarfulltrúi veittu gjöfinni viðtöku. Þakkar Fjallabyggð innilega höfðingsskap þeirra hjóna og óskar þeim um leið velfarnaðar á nýjum stað.