Hjólaferð, Zumba, badminton o.fl.

Í dag er annar dagur Hreyfiviku í Fjallabyggð. Dagskrá dagsins er eftirfarandi:
- Rótaryklúbbur Ólafsfjarðar býður í rólega hjólaferð með leiðsögn og skemmtilegum sögum. Lagt af stað frá Íþróttamiðstöðinni í Ólafsfirði kl:17:00 

- Opinn líkamsræktartími hjá Ásdísi Sigurðar í íþróttasal við Norðurgötu kl.18:45 

- Opinn byrjendatími hjá Ásdísi Sigurðar í Zumba í íþróttasal við Norðurgötu kl.19:45 

- Opnir tímar hjá Tennis- og badmintonfélagi Siglufjarðar frá kl.16:00-19:00 
Börn og foreldrar velkomnir. 

- Opnar æfingar hjá KF. 8. - 10. bekkur á sparkvellinum í Ólafsfirði kl. 15:15 og 1. - 3. bekkur í íþróttahúsinu í Ólafsfirði kl. 16:40

Ókeypis aðgangur er að líkamsræktinni í íþróttamiðstöðvum Fjallabyggðar alla vikuna.