Hjólað í vinnuna 2014

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands stendur fyrir heilsu- og hvatningarverkefninu Hjólað í vinnuna, heilbrigðri vinnustaðakeppni um allt land dagana 7. - 27. maí.  Er þetta í tólfta sinn sem þetta verkefni fer af stað.
Meginmarkmið ,,Hjólað í vinnuna” er að vekja athygli á virkum ferðamáta sem heilsusamlegum, umhverfisvænum og hagkvæmum samgöngumáta. 
Allir sem nýta eigin orku til að ferðast til og frá vinnu eru gjaldgengir þátttakendur þ.e. hjóla, ganga, hlaupa, nota línuskaut/hjólabretti o.s.frv. Þeir sem nota almenningssamgöngur geta einnig tekið þátt en þá er skráð sú vegalengd sem gengin/hjóluð er til og frá stoppistöð. 
Eru vinnustaðir hvattir til þess að skrá sig til leiks og finna öfluga einstaklinga til þess að kynna sér skráninguna og fyrirkomulag keppninnar.
Allar nánari upplýsingar má finna á heimasíðu verkefnisins, http://hjoladivinnuna.is