Hjólabrettarampur fjarlægður

Frá skólalóð grunnskólans við Norðurgötu
Frá skólalóð grunnskólans við Norðurgötu

Á fundi bæjarráðs í gær, þriðjudaginn 22. september, var til umræðu leiktæki á lóð Grunnskóla Fjallabyggðar. Samþykkt var að láta fjarlægja hjólabrettaramp af lóðinni vegna slysahættu.  Var deildarstjóra tæknideildar falið að láta fjarlægja rampinn.