Hið árlega Pæjumót byrjar í dag

Pæjumótið byrjaði í dag. Fyrstu leikirnir hófust á hádegi. Að sögn mótshaldara hefur undirbúningur gengið mjög vel og reiknað er með að í bæinn komi á milli þrjú og fjögurþúsund gestir vegna keppninnar  

Þetta er að verða ein mesta ferðahelgi ársins á norðurlandi og því hægt að búast við mikilli umferð. Ætla má að einhverjir af gestum Pæjumótsins bregði sér á Fiskidaga á Dalvík eða Handverkssýninguna á Hrafnagili og einhverjir þaðan bregði sér til Siglufjarðar til að líta á leikina.

Hér má finna meiri upplýsingar.