Héraðsskjalavörður sýnir nokkur listaverk úr einkaeigu.

Þann 29. janúar verða til sýnis nokkur listaverk í einkaeigu héraðsskjalavarðar. Listaverkin verða til sýnis í glerskápum Héraðsskjalasafns Fjallabyggðar sem staðsettir eru í bókasafninu á Siglufirði. 
Sýningin verður opin á opnunartíma bókasafnsins frá kl. 13:30 – 17:00 fram til 14. febrúar 2014. Til að svala forvitni sinni til hins ítrasta er æskilegt að hafa með sér stækkunargler.

Héraðsskjalasafn Fjallabyggðar.


Sigríður Halldóra Gunnarsdóttir héraðsskjalavörður
við einn af sýningarskápum bókasafnsins.