Heimsókn frá verkefnisstjóra framhaldsskólans

Eins og við höfum áður greint frá var Jón Eggert Bragason framhaldsskólakennari ráðinn verkefnisstjóri væntanlegs framhaldsskóla við utanverðan Eyjafjörð. Jón Eggert kom og heimsótti ráðamenn á Dalvík og í Fjallabyggð í gær og skoðaði aðstæður. Að sögn þeirra sem við hann ræddu var þetta skemmtileg og gagnleg heimsókn og greinilegt að þarna væri maður á ferðinni sem hefði margar skemmtilegar hugmyndir varðandi starfsemi framhaldsskólans.