Heimildarmynd um hljómsveitina ROÐLAUST OG BEINLAUST

Miðvikudagskvöldið 2. febrúar kl. 20:00 verður ný heimildarmynd um hljómsveitina ROÐLAUST OG BEINLAUST sýnd í félagsheimilinu Tjarnarborg í Ólafsfirði. Af því tilefni er öllum íbúum Fjallabyggðar boðið á sýninguna! Myndin var opnunarmynd hátíðarinnar Reykjavík Shorts and Docs sem haldin var í Bíó Paríadís 27.-31. janúar.
Myndin er eftir Ingvar Á Þórisson en hann hefur fylgst með áhöfninni á Kleifaberginu sem sýnir íslenska sjómenn í ólgusjó, hvunndagshetjur sem hafa fundið skemmtilega leið til að létta sér lífið með því að spila og syngja saman í samnefndri hljómsveit.