Heimasíður fyrir íþróttafélög og félagasamtök

Á síðast bæjarstjórnarfundi var fundargerð sameiningarnefndar samþykkt og þar með ákveðið  að bjóða öllum íþróttafélögum, félagasamtökum og söfnum  Fjallabyggðar uppá fría heimasíðu undir heimasíðunni www.fjallabyggd.is . Þeir sem hafa áhuga munu fá afhentan aðgang að undirsíðu undir www.fjallabyggd.is. Viðkomandi aðilar munu sjá um sína heimasíðu sjálfir en Fjallabyggð mun bjóða þeim uppá námskeið í vinnslu hennar. Öll almenn vinnsla í heimsíðukerfi Fjallabyggðar er nokkuð auðveld þegar grunnþekkingu er náð.

Áhugasömum íþróttafélögum og félagasamtökum er bent á að hafa samband við Ingu Eiríksdóttur í síma 464-9200 eða á netfangi inga@fjallabyggd.is.