Heimaleikur hjá mfl. KF á laugardaginn.

Raggi og Andri að berjast!
Raggi og Andri að berjast!
Á laugardaginn kemur 4. júní leikur KF fyrsta heimaleik sinn á þessu tímabili. Um er að ræða háspennu nágrannaslag því mótherjar okkar í þessum leik eru frá Dalvík. Þessi lið áttust einmitt við í annarri umferð Valitorbikarsins núna fyrir skemmstu en þá sigruðu okkar menn í KF 1-0 í hörkuleik. Leikurinn hefst klukkan15:00 á Ólafsfjarðarvelli og hvetjum við alla bæjarbúa til þess að skella sér á völlinn og hvetja strákana til sigurs!

Áfram KF!