Heimaleikur hjá KF á morgun þriðjudag.

Á Þriðjudag 21.Júní taka okkar strákar í KF á móti Njarðvík.

Strákarnir unnu góðan sigur á móti ÍH á laugardag og eru nú komnir á gott skrið með 3 sigra í röð. Með sigri á Njarðvík gætu strákarnir skotist uppí þriðja sætið. Njarðvík er eins og stendur, einu sæti ofar en við þannig að um gríðarlegan erfiðan leik er að ræða en 2.deildin í ár er gríðarlega jöfn og skemmtileg.

Leikurinn hefst klukkan 18:00 á Ólafsfirði.

Hvetjum alla í Fjallabyggð til að mæta og hvetja Okkar stráka í hörku leik.

Áfram KF!