HEILSUDRYKKJANÁMSKEIÐ

SÍMEY í samstarfi við Menningarhúsið Tjarnarborg býður upp á námskeið um heilsudrykki. 
Á námskeiðinu verður farið yfir það hvernig við útbúum bragðgóða, holla og umfram allt næringarríka heilsudrykki auk þess sem farið verður yfir helstu hráefnin sem notuð eru við drykkjagerðina og virkni þeirra í líkamanum. Þátttakendur fá sjálfir að útbúa nokkrar tegundir af heilsudrykkjum auk þess að búa til grænan grunn til að taka með sér heim.

Lengd: 3 klst.

Kennari: Hildur Halldórsdóttir 

Hvar: Ólafsfjörður, Menningarhúsinu Tjarnarborg

Hvenær: Þriðjudagur 30. sept. frá kl. 17:00- 20:00

Verð: 8.000 kr.

Hægt er að skrá sig hjá eftirtölum aðilum:
Símey 
Þórsstíg 4 
600 Akureyri 
Sími: 460-5720
netfang: simey@simey.is 

Menningarhúsið Tjarnarborg
Aðalagata 13, Ólafsfirði
Fjallabyggð
Sími: 466-2188  gsm: 853-8020