Heilbrigðisstofnunin Fjallabyggð.

Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra, hefur ákveðið að sameina Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar og Heilsugæslustöð Ólafsfjarðar  frá og með 1. janúar 2010 og hefur hann gefið út reglugerð um þetta. Sameinuð stofnun mun kallast Heilbrigðisstofnunin Fjallabyggð.
Að sögn heilbrigðisráðuneytisins verða umskipti í samgöngumálum á svæðinu með jarðgöngum til Siglufjarðar þegar þau verða tekin í notkun og þar með eðlilegt að nýta möguleikana sem þá skapast til að sameina stofnanirnar tvær. ”