Hefur þú áhuga á að vinna á heimili fyrir fatlað fólk að Lindargötu 2 Siglufirði

Hefur þú áhuga á að vinna á litlum vinnustað, fjölbreytta og skemmtilega vinnu?

Starfmaður óskast í tilfallandi afleysingar á heimili fyrir fatlað fólk að Lindargötu 2, Siglufirði.

Óska eftir að ráða starfsmann í tímavinnu í vaktavinnu, starfmaðurinn þarf að getað byrjað sem allra fyrst. Skilyrði er að umsækjandi þarf að vera orðin 18 ára, hafa bílpróf og vera með hreint sakarvottorð.

Allar nánari upplýsingar veitir Bryndís forstöðuþroskaþjálfi í síma 866-1976.

 

 

 

________________________________________________________________________________________________________________________________

FJALLABYGGÐ FAGNAR ÞÉR

Fjallabyggð er sveitarfélag nyrst á Tröllaskaga á Norðurlandi. Í sveitarfélaginu, sem telur rúmlega 2.000 í búa, eru tveir þéttbýliskjarnar, bæirnir Ólafsfjörður og Siglufjörður. Af um 2.000 íbúum sveitarfélagsins búa langflestir í þéttbýliskjörnunum tveimur, Siglufirði og Ólafsfirði.
Milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar er aðeins um 16 km leið um Héðinsfjarðargöng. 
Mikil náttúrufegurð er í Fjallabyggð og margar góðar gönguleiðir liggja um sveitarfélagið.
Í Fjallabyggð eru tveir leikskólar, grunnskóli, framhaldsskóli og tónlistarskóli. Góð aðstaða er til íþróttaiðkunar.
Í Fjallabyggð eru landsþekkt söfn og menningarlífið blómstrar.
Fjallabyggð er fjölskylduvænt sveitarfélag.

Allar upplýsingar um sveitarfélagið er að finna á www.fagnar.is og www.fjallabyggd.is