Hannyrðakvöldin að hefjast í bókasafninu á Siglufirði

Hannyrðakvöld bókasafnsins
Hannyrðakvöld bókasafnsins

Nú fara hannyrðakvöldin í Bókasafni Fjallabyggðar á Siglufirði að hefjast eftir sumarfrí. Fyrsti hittingur er í dag þriðjudaginn 4. október frá kl. 20:00-22:00. 
Eins og áður verða þau annan hvern þriðjudag fram að jólum.  

Heitt á könnunni og eitthvað að nasla. Minnum á að bókasafnið er opið á sama tíma.

Hannyrðakvöldin verða sem hér segir fram að jólum:
Þriðjud. 4. og 18. október
Þriðjud. 1., 15. og 29. nóvember
Þriðjud. 13. desember

Minnum einnig á hannyrðakvöldin, alla fimmtudaga, á Kaffi Klöru í Ólafsfirði