Hannyrðakvöld á bókasafninu

Í vetur mun Bókasafn Fjallabyggðar standa fyrir hannyrðakvöldum á safninu á Siglufirði. Um er að ræða tvo þriðjudaga í mánuði og er fyrsta skiptið núna í kvöld.
Hannyrðakvöldin verða eftirtalda daga fram að jólum:
Þriðjudagar
7. og 21. október, 20:00 - 2:.00
4. og 18. nóvember, 20:00 -20:00
2. og 16. desember, 20:00 - 22:00
Allir velkomnir, safnið er opið á sama tíma