Hann elskaði þilför hann Þórður

Ljóðasetur Íslands tekur að vanda þátt í Eyfirska safnadeginum, sem að þessu sinni er á sumardaginn fyrsta þ.e. nk. fimmtudag. Safnadagurinn í ár er helgaður hafinu. Opið frá 13:00 - 17:00 og viðburðir verða alltaf á heila tímanum.
Kl. 14:00 Flytur forstöðumaður ýmis sjávar- og sjómannaljóð
Kl. 15:00 Graycloud Rios, listamaður frá Mexico flytur eigin ljóð og sögur
Kl. 16:00 Forstöðumaður kveður og syngur ýmsa sjómannatexta

Enginn aðgangseyrir er að setrinu og allir velkomnir að líta inn til að hlýða á það sem er í boði sem og að skoða sig um á setrinu