Handboltaleikur á Siglufirði

Merki KS
Merki KS
Nú er tækifæri á að sjá alvöru handboltaleik í heimabyggð. Handboltalið KS tekur á móti ÍR 2 í keppninni um SS-Bikarinn í íþróttahúsinu á Siglufirði föstudaginn 12.október klukkan 18:30. Allir á völlinn! Áfram KS!

Sparisjóður Siglufjarðar býður Grunnskólanemendum á leikinn. Verð á aðgöngumiða fyrir aðra er kr. 1.000.- (ath. að ekki er hægt að greiða með korti). Dregið verður úr miðum í hálfleik um mat fyrir tvo á Pizza 67). Gengið verður inn að sunnanverðu.

Í leikmannahóp KS eru: Sigmundur, Oddbjörn, Bergþór, Róbert, Agnar, Tómas, Magnús, Árni Einar, Mark, Gulli Stebbi og Aðalsteinn. Þjálfari liðsins er Ægir Eðvalds.