Haftið sprengt um páskana

Verkframvinda af vef Vegagerðarinnar
Verkframvinda af vef Vegagerðarinnar
Áætlað er að sprengt verði í gegnum síðasta haftið í göngunum á milli Héðinsfjarðar og Ólafsfjarðar á skírdag. Frá þessu er sagt á www.siglo.is.

Áætlað er að slegið verði gegn um haftið klukkan 10 að morgni fimmtudagsins að vistöddum boðsgestum. Þegar grjótið eftir sprenginguna hefur verið hreinsað burt síðdegis, verður haldið upp á þennan merka áfanga með fyrstu ökuferðinni milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar um þessa leið.

Þótt sprengingunum linni er enn nokkuð í land þar til göngin verða opnuð fyrir almenna umferð. Áætlað er að frágangi verði lokið þann 16. júní 2010.