Hæfileikakeppni Grunnskólans 2017

Verðlaunahafarnir
Verðlaunahafarnir

Í gær stóð Grunnskóli Fjallabyggðar fyrir hæfileikakeppni fyrir nemendur í 1. - 7. bekk. Keppnin fór fram í Tjarnarborg og var keppnin mjög vel sótt en um 130 manns voru í salnum.

Alls tóku þátt rúmlega 30 nemendur í 19 atriðum og voru þau fjölbreytt; söngur, dans og hljóðfæraleikur.

Ljóst er að allir þátttakendur geta verið stoltir af sínu atriði enda þarf töluvert hugrekki til að koma fram fyrir fullum sal af fólki. 

Veitt voru verðlaun fyrir einstaklingsatriði og einnig hópatriði. Dómnefndin, sem var skipuðu þeim Guðrúnu Hauksdóttur, Sigríði Guðmundsdóttur og Kristni J. Reimarssyni, komust að endingu að sameiginlegri niðurstöðu og hlutu eftirtalin atriði viðurkenningu.

Fyrir besta hópatriðið: Emma Hrólfdís Hrólfsdóttir og Tinna Hjaltadóttir 2. Bekkur GR en þær sungu lagið Sunnan yfir sæinn breiða.

Fyrir þrjú bestu einstaklingsatriðin:

Kolfinna Ósk Andradóttir 4. bekkur GÞS. Kolfinna Ósk spilaði á fiðlu Musette eftir J.S.Bach.
Martyna Kulesza 6.bekkur SG, dans við lagið Ain‘t your mama
Ronja Helgadóttir 7.bekkur GU söng lagið Halelúja.

Allir þátttakendur fengu rós fyrir frammistöðu sína og að auki gáfu Siglósport og Aðalbakarinn Siglufirði viðurkenningu fyrir þrjú bestu einstaklingsatriðin en besta hópatriðið fékk 4ra manna pizzuveislu frá veitingahúsinu Höllinni í Ólafsfirði.

Hæfileikar grunnskólabarna í Fjallabyggð eru fjölbreyttir og verður gaman að fylgjast með þessum snillingum í framtíðinni.
Það voru kennarar tónskólans, þeir Guðmann Sveinsson, Tim Knappet og Þorsteinn Sveinsson sem aðstoðuðu við undirleik í flestum tónlistaratriðum. Ríkey Sigurbjörnsdóttir aðstoðarskólastjóri stýrði samkomunni.