Héðinsfjarðargöngum verður frestað!

Ákvörðun ríkisstjórnarinnar um frestun framkvæmda við Héðinsfjarðargöng verður ekki breytt þrátt fyrir hávær mótmæli íbúa á norðanverðu Eyjafjarðarsvæðinu. Hins vegar verður verktími við göngin styttur miðað við fyrri áætlanir og því er gert ráð fyrir að opnunartími þeirra seinki aðeins um eitt ár í stað tveggja eins og frestun ríkisstjórnarinnar gerði ráð fyrir. Verkið verður boðið út að nýju árið 2005.Frétt af textavarp.is