Héðinsfjarðargöng

Laugardaginn 30. september kl. 14:01 mun samgönguráðherra tendra fyrstu formlegu sprengingu við Héðinsfjarðargöng.Sprengingin verður framkvæmd við gangamunna Siglufjarðarmegin í Skútudal. Héðinsfjarðargöng er stærsta verkefni sem Vegagerðin hefur boðið út og var verksamningur milli Vegagerðarinnar og verktakans Metrostav a.s. og Háfell ehf undirritaður á Siglufirði þann 20. maí sl.Upphæð verksamnings er um 5,7 milljarðar króna en heildarkostnaður verksins er áætlaður rúmir 7 milljarðar. Framkvæmdin er liður í að bæta samgöngur, auka umferðaröryggi og tengja Siglufjörð við Eyjafjarðarsvæðið og styrkja þannig byggð á svæðinu. Framkvæmdin mun stytta leiðina milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar úr 62 km í um 15 km miðað við leið um Lágheiði og úr 234 km í 15 km miðað við leið um Öxnadalsheiði. Jarðgöngin verða tvíbreið, um 3,7 km löng milli Siglufjarðar og Héðinsfjarðar og um 6,9 km löng milli Héðinsfjarðar og Ólafsfjarðar. Við alla gangamunna verða steyptir vegskálar, samtals um 450 m að lengd. Heildarlengd ganga verður því ríflega 11 km. Verkið nær ennfremur til lagningar 2 km langs aðkomuvegar í Siglufirði, um 0,6 km langs vegar í Héðinsfirði og um 0,6 km langs vegar í Ólafsfirði. Einnig er innifalin breikkun á 0,7 km löngum vegarkafla í Siglufirði, brú yfir Héðinsfjarðará og minni háttar vegtengingar í Siglufirði, Héðinsfirði og Ólafsfirði.Helstu magntölur verksins eru eftirfarandi: Losun á efni úr göngum og skeringum 1.000.000 m³ Heildarfyllingar og burðarlög vega 500.000 m³ Efnislosun (umframefni) 500.000 m3 Bergboltar 34.000 stk. Sprautusteypa 24.000 m³ Vatnsklæðningar í göngum 100.000 m2 Steypa í vegskála 4.500 m³ Malbik 106.000 m2 Framkvæmdir á verkstað hófust í júní sl. við gröft á forskeringum við gangamunna í Siglufirði og Ólafsfirði.Síðan hefur verið unnið að forskeringunum og vegagerð á báðum stöðum ásamt almennri aðstöðusköpun.Göngin verða unnin úr báðum áttum þ.e. frá Siglufirði og Ólafsfirði.Reiknað er með að gangagröftur frá Ólafsfirði hefjist í næsta mánuði. Verkinu skal að fullu lokið í desember 2009. Nú starfa um 50 manns á svæðinu af hálfu verktaka Fulltrúi Vegagerðarinnar í verkinu er Sigurður Oddsson deildarstjóri framkvæmda á Norðaustursvæði (s. 894 3636).Verkefnisstjóri verktaka er Magnús Jónsson (s. 863 9968) og staðarstjóri gangagerðar af hálfu verktaka er David Cyron (s. 840 1311).Umsjón framkvæmda og eftirlit er í höndum GeoTek ehf.Umsjónarmaður er Björn A. Harðarson (s. 893 9003) og staðgengill hans og eftirlitsmaður er Oddur Sigurðsson (s. 893 9001).Frekari upplýsingar um verkið veita neðangreindir:Sigurður Oddsson fulltrúi verkkaupa sími 8943636Eiður Haraldsson forstjóri Háfells ehf. sími 8922050