Gunnar I. Birgisson mættur til starfa

Skjáskot af heimasíðu RÚV
Skjáskot af heimasíðu RÚV

Gunnar I. Birgisson nýr bæjarstjóri Fjallabyggðar er mættur til starfa. RÚV þótti það fréttnæmt og var á staðnum í gær þegar Gunnar kom til Fjallabyggðar ásamt eiginkonu sinni. Viðtal var við Gunnar í tíu-fréttum í gærkvöldi og kom þar fram að hann vilji að íbúar Fjallabyggðar dæmi hann af verkum hans sem bæjarstjóri og leggi til hliðar deilur um ráðningu hans. Einnig sagði Gunnar að verkefnið væri áhugavert og spennandi og mikil uppbygging í bæjarfélaginu og margt að gerast.
Hægt er að horfa á fréttina í heild sinni á RÚV.

Eitt af fyrstu verkum Gunnars í dag er að sitja fund bæjarráðs. Netfang Gunnars er gunnarb@fjallabyggd.is