Gul viðvörun vegna hvassviðris á okkar svæði á morgun. Íbúar beðnir um að huga að lausum munum

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun vegna hvassviðris á okkar svæði á morgun, fimmtudaginn 26. janúar, og gildir hún frá kl. 07:00 í fyrramálið og fram á aðra nótt. Samhliða þessu verður hitastig allt að 10 gráður í plús. Íbúar eru beðnir um að huga að lausum munum og hreinsa klaka frá niðurföllum.