Guðmundur segir upp

Guðmundur Guðlaugsson, bæjarstjóri Siglufjarðarkaupstaðar, hefur óskað eftir því að vera leystur frá störfum af persónulegum ástæðum. Samkomulag hefur verið gert um starfslok hans og mun Guðmundur láta af störfum þann 1. febrúar. Þórir Hákonarson, skrifstofustjóri Siglufjarðarkaupstaðar, mun gegna starfi bæjarstjóra þar til nýr bæjarstjóri hefur verið ráðinn, að því er kemur fram í tilkynningu frá bænum.